Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. október 2016 15:30
Elvar Geir Magnússon
De Boer þreyttur á umræðu um að hann missi starfið
Hollendingurinn Frank De Boer.
Hollendingurinn Frank De Boer.
Mynd: Getty Images
Frank de Boer, þjálfari Inter, er pirraður á umræðu um framtíð sína en fjölmiðlar hafa talað um að hann sé á barmi þess að vera rekinn.

Inter er í 14. sæti í ítölsku A-deildinni eftir að hafa aðeins fengið eitt stig úr fjórum síðustu leikjum.

De Boer neitar að kasta inn handklæðinu en Inter mætir Torino á morgun.

„Ég er orðinn þreyttur á þessari umræðu. Liðið er það eina sem skiptir mig máli. Þetta eru erfiðir tímar fyrir mig, liðið og fyrir alla. Við þurfum að standa saman og snúa genginu við," segir De Boer.

„Það er bara tímaspursmál hvenær hlutirnir breytast. Ég veit að staðan er erfið og maður fær ekki mikinn tíma í fótboltanum en við erum einbeittir að leiknum gegn Torino."

„Við erum búnir að hefja vinnu við ákveðið verkefni og við vissum að það yrði ekki auðvelt. Inter hefur ekki unnið neinn titil í fimm ár eða svo og það er klárt að maður þarf tíma. Félagið veit það. Við förum í gegnum erfiða tíma en við erum sannfærðir um að við komumst í gegnum hann," segir De Boer sem tók við Inter í sumar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner