Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 25. október 2016 21:43
Þorsteinn Haukur Harðarson
Deildabikarinn: Leeds áfram eftir vítaspyrnukeppni
Leikmen Leeds höfðu ástæðu til að fagna í kvöld.
Leikmen Leeds höfðu ástæðu til að fagna í kvöld.
Mynd: Getty Images
Leeds United er komið í átta liða úrslit enska deildabikarsins eftir sigur gegn Norwich. Úrslitin í leiknum réðust eftir vítaspyrnukeppni.

Norwich náði forystu í leiknum með marki frá Alex Pritchard á 14. mínútu en Marcus Antonsson jafnaði fyrir Leeds skömmu fyrir hálfleik. Hvorugu liðinu tókst að bæta við mörkum í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar.

Nelson Oliveira skoraði aftur fyrir Norwich á 9. mínútu framlengingar en Chris Wood jafnaði fyrir Leeds tíu mínútum síðar. Staðan jöfn eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni staðreynd.

Vítaspyrnukeppnin var gríðarlega spennandi en að lokum var það Ronaldo Vieira sem tryggði Leeds 3-2 sigur Leeds í vítakeppninni.

Leeds 5 - 4 Norwich
0-1 Alex Pritchard ('14 )
1-1 Marcus Antonsson ('43 )
1-2 Nelson Oliveira ('99 )
2-2 Chris Wood ('109 )
*Leeds vann eftir vítaspyrnukeppni
Athugasemdir
banner
banner