Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. október 2016 18:52
Elvar Geir Magnússon
Dragan Stojanovic nýr þjálfari Fjarðabyggðar (Staðfest)
Dragan Stojanovic er tekinn við Fjarðabyggð.
Dragan Stojanovic er tekinn við Fjarðabyggð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dragan Stojanovic hefur verið ráðinn þjálfari Fjarðabyggðar sem féll á liðnu sumri úr Inkasso-deildinni niður í 2. deildina. Víglundur Páll Einarsson lét af störfum eftir tímabilið eftir að hafa stýrt liðinu í eitt ár.

„Dragan er okkur í Fjarðabyggð að góðu kunnur enda lék hann með liðinu á upphafsárum þess frá 2001 til 2003 samtals 48 leiki og skoraði í þeim 12 mörk. Segja má að þjálfaraferill Dragans hafi einnig hafist í Fjarðabyggð árið 2002," segir í tilkynningu frá Fjarðabyggð.

„Við hlökkum til samstarfsins og vertu velkominn í Fjarðabyggð Dragan."

Síðan 2005 hefur Dragan þjálfað karlalið Þórs, Völungs og KF og einnig kvennalið Þórs/KA. Í sumar þjálfaði hann 2. flokk karla hjá Þór. Dragan hefur UEFA Pro þjálfaragráðu.

Á myndinni hér að neðan má sjá Dragan Stojanovic og Ívar Sæmundsson formann við undirskrift samningsins. Einnig leikmennina Hafþór Ingólfsson, Marinó Mána Atlason og Hlyn Bjarnason.
Athugasemdir
banner
banner
banner