Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. október 2016 16:40
Elvar Geir Magnússon
Graham Poll: Enskir dómarar ekki nægilega hugrakkir
Graham Poll, fyrrum dómari í ensku deildinni.
Graham Poll, fyrrum dómari í ensku deildinni.
Mynd: Getty Images
Graham Poll fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni gagnrýnir núverandi dómara í pistli sínum í Daily Mail.

Í upphafi tímabilsins var dómurum sagt að leggja áherslu á að taka á handalögmálum í vítateignum í föstum leikatriðum.

Poll segir að dómararnir séu ekki samkvæmir sjálfum sér og hafi mistekist í því verkefni að fækka glímutökum í teignum.

„Í að minnsta kosti þremur leikjum um helgina voru brot í teignum sem ekki var tekið á. Þetta var sérstaklega áberandi í leik Sunderland og West Ham en einn af veikari dómurum deildarinnar, Bobby Madley, brást ekki við," segir Poll.

Þá segir Poll að Martin Atkinson hafi gert mistök með því að gefa David Luiz ekki rauða spjaldið í sigri Chelsea gegn Manchester United.

„Það eru of fáir hugrakkir dómarar í deildinni."
Athugasemdir
banner
banner