Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 25. október 2016 15:54
Magnús Már Einarsson
Halli Björns í Stjörnuna (Staðfest)
Haraldur Björnsson.
Haraldur Björnsson.
Mynd: Stjarnan
Stjarnan hefur fengið markvörðinn Harald Björnsson í sínar raðir en hann hefur gert þriggja ára samning við félagið.

Haraldur á að fylla skarð Duwayne Kerr sem fór frá Stjörnunni í ofurdeildina í Indlandi í lok sumars.

„Stjarnan bindur miklar vonir við Harald, enda leikmaður sem býr yfir mikilli reynslu sem mun nýtast félaginu vel á komandi árum bæði hér innanlands sem og í evrópukeppni," segir á Facebook síðu Stjörnunnar.

Hinn 27 ára gamli Haraldur er uppalinn í Val en hann fór í atvinnumennsku erlendis eftir sumarið 2012.

Haraldur er þessa dagana að klára tímabilið með Lilleström í Noregi en hann hefur einnig leikið með Sarpsborg 08, Östersunds FK, Fredrikstad og Strömmen. Haraldur spilaði í janúar á þessu ári sinn fyrsta landsleik en hann á einnig að baki leiki með öllum yngri landsliðum Íslands.

Haraldur er annar leikmaðurinn sem Stjarnan fær í sínar raðir eftir tímabilið en varnarmaðurinn Óttar Bjarni Guðmundsson kom til félagsins frá Leikni R. á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner