Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 25. október 2016 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Ingvi þjálfar kvennalið Sindra (Staðfest)
Frá undirskrift samninga við Sindra.
Frá undirskrift samninga við Sindra.
Mynd: Sindri
Ingvi Ingólfsson skrifaði undir samning um þjálfun meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá ungmennafélaginu Sindra síðastliðinn laugardag.

Ingvi er 24 ára gamall íþróttafræðingur og hefur spilað með karlaliði Sindra undanfarin ár, en hefur nú lagt skóna á hilluna og hyggst snúa sér að þjálfun.

Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að ýmislegt er á döfinni hjá liðinu á næstunni og er verið að undirbúa samninga fyrir alla leikmenn liðsins.

Sindri vann sér rétt til að spila í 1. deild kvenna, nýrri landsdeild, á næsta tímabili en í fyrsta sinn verða þrjár deildir kvenna á næsta ári.

Athugasemdir
banner
banner
banner