Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 25. október 2016 09:30
Magnús Már Einarsson
Kristinn Freyr hefur rætt við FH
Kristinn Freyr Sigurðsson.
Kristinn Freyr Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarar FH hafa rætt við Kristinn Freyr Sigurðsson leikmann Vals en hann er samninglaus. Kristinn staðfestir þetta í samtali við Morgunblaðið í dag.

Eins og kom fram í slúðurpakkanum í síðustu viku þá vilja Íslandsmeistararnir reyna að fá Kristin í sínar raðir.

Sænska félagið GIF Sundsvall hefur lengi haft augastað á Kristni og nú hefur Östersunds einnig bæst í hópinn. Kristinn segir í samtali við Morgunblaðið að líklegt sé að hann fari út og skoði aðstæður hjá sænsku félögunum í næsta mánuði.

„Valur vill halda mér og FH hefur rætt við mig svo það er að ýmsu að hyggja. Ég hef ekkert farið leynt með það að mig langar að spreyta mig í atvinnumennskunni. Ég verð 25 ára gamall í desember og er kannski að renna út á tíma hvað það varðar en mikilvægast af öllu er að taka rétta ákvörðun á þessum tímapunkti," sagði Kristinn við Morgunblaðið.

„Sænsku liðin eru kannski ekki þau bestu í Evrópu en ef ég færi til annars hvors þeirra yrði ég atvinnumaður og gæti einbeitt mér að fótboltanum og átt svo möguleika í framhaldinu að komast á eitthvert hærra stig ef vel gengur.“

Kristinn Freyr skoraði þrettán mörk í Pepsi-deildinni í sumar og var valinn besti leikmaður deildarinnar. Þá hjálpaði hann Valsmönnum að landa bikarmeistaratitlinum.
Athugasemdir
banner
banner