Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 25. október 2016 08:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Moyes: Værum með níu stig ef leikirnir væru 85 mínútur
David Moyes
David Moyes
Mynd: Getty Images
David Moyes er sannfærður um að hlutirnir séu allir að koma hjá Sunderland, þrátt fyrir skelfilegt gengi í upphafi móts.

Enn og aftur er Sunerland í mikilli fallbaráttu og eru þeir aðeins með tvö stig eftir fyrstu níu leikina.

Liðið tapaði gegn West Ham um helgina en Winston Reid skoraði sigurmarkið í blálokin. Sunderland mætir Southampton í deildabikarnum á morgun en Moyes hefur ekki of miklar áhyggjur af gangi mála.

„Við vorum óheppnir um helgina. Venjulega tala ég ekki um heppni en þarna vorum við bara óheppnir. Það var margt jákvætt við leikinn og við erum að verða betri.

„Ef leikirnir væru 85 mínútur værum við með níu stig. Ég væri til í að svo væri," sagði Moyes.
Athugasemdir
banner
banner