Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 25. október 2016 10:00
Magnús Már Einarsson
Rooney þarf að fara ef hann vill spila
Powerade
Rooney er á bekknum hjá Mourinho þessa dagana.
Rooney er á bekknum hjá Mourinho þessa dagana.
Mynd: Getty Images
Oscar er orðaður við Juventus.
Oscar er orðaður við Juventus.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að því að skoða slúðrið á þessum fína þriðjudegi.



Leikmenn Manchester United eru hissa á aðferðum Jose Mourinho á æfingasvæðinu en hann vill lítið vera í kringum liðið. (The Times)

Mourinho hefur sagt Wayne Rooney (31) að hann verði að fara frá Manchester United ef hann vill fá að spila reglulega. (Sun)

Mourinho hefur óskað eftir þvi að leikmenn sýni að þeir séu menn en ekki krakkar eftir 4-0 tapið gegn Chelsea um helgina. (Daily Telegraph)

Chelsea vill fá Antonio Rudiger (23), varnarmann Roma. Þjóðverjinn kostar 35 milljónir punda en Manchester United hefur einnig áhuga. (Daily Mail)

Juventus vill fá Oscar (25) frá Chelsea en hann á ekki fast sæti hjá enska liðinu. (Goal)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, ætlar að bjóða 20 milljónir punda í Juan Bernat (23), bakvörð FC Bayern. (Sun)

Ivan Gazidis, framkvæmdastjóri Arsenal, segir að félagið sé byrjað að keppa við önnur topplið launalega séð. Arsenal vill gear nýja samninga á næstunni við Mesut Özil, Alexis Sanchez og Hector Bellerin. (London Evening Stadnard)

Watford er tilbúið að selja Odion Ighalo (27) en Napoli hefur áhuga. (Watford Observer)

David Moyes, stjóri Sunderland, segist skilja af hverju sumir stuðningsmenn liðsins vilja losna við hann eftir dapra byrjun á tímabilinu. (The Times)

Walter Zenga, stjóri Jóns Daða Böðvarssonar hjá Wolves, gæti misst starf sitt ef liðið tapar gegn Blackburn um helgina. Ítalinn er hins vegar sagður hafa stuðning leikmannahópsins. (Express and Star)

Marseille vill kaupa Bafetimbi Gomis (31) sem er á láni hjá félaginu frá Swansea. (Wales Online)

WBA ætlar að bjóða fjórar milljónir punda í Charlie Taylor (23), vinstri bakvörð Leeds. (Daily Telegraph)

West Ham er að undirbúa 1,5 milljóna punda tilboð í Mahlon Romeo (21) varnarmann Millwall. (Daily Mirror)

Agustin Davila (17), framherji Atleico Penarol, vill semja við Liverpool eftir að hafa verið hjá félaginu á reynsu í tvær vikur. (IBTImes)

Arsenal er á undan PSG og Manchester City í baráttunni um Moise Kean (16) framherja Juventus. (Calciomercato)

Max Eberl, yfirmaður íþróttamála hjá Gladbach, vonar að félagið geti keypt varnarmanninn Andreas Christiensen (20) frá Chelsea. (Daily Mail)

Christian Fuchs (30) stefnir á að klára ferilinn í Bandaríkjunum í framtíðinni en hann var að gera nýjan þriggja ára samning við Leicester. (Daily Star)

Ralf Rangnick, yfirmaður íþróttamála hjá RB Leipzig, segist hafa rætt um að taka við enska landsliðinu eftir EM í sumar en á endanum vildu Englendingar ráða heimamann í starfið. (ESPN)
Athugasemdir
banner
banner