Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 25. október 2016 21:26
Elvar Geir Magnússon
Siggi Víðis ráðinn aðstoðarmaður Arnars Grétars
Sigurður (til vinstri) og Daði Rafnsson, yfirþjálfari í Breiðabliki.
Sigurður (til vinstri) og Daði Rafnsson, yfirþjálfari í Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Breiðablik hefur ráðið nýjan aðstoðarþjálfara fyrir meistaraflokk karla en Sigurður Víðisson mun verða Arnari Grétarssyni til aðstoðar.

Hann tekur við starfinu af Kristófer Sigurgeirssyni sem er orðinn aðalþjálfari Leiknis í Breiðholti.

Sigurður er 51 árs en á sínum tíma lék hann 127 leiki með meistaraflokki Breiðabliks og hefur síðustu ár þjálfað yngri flokka félagsins. Hann þekkir því mjög vel til í Kópavoginum.

Hann hefur reynslu úr meistaraflokksþjálfun í kvennaflokki þar sem hann hefur stýrt HK/Víkingi, Fjölni og FH.

Breiðablik hafnaði í sjötta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar, liðið var í baráttu um Evrópusæti en gaf verulega eftir á lokasprettinum.



Athugasemdir
banner
banner