Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 25. október 2016 13:58
Elvar Geir Magnússon
Stjóri Jóns Daða rekinn eftir 87 daga
Zenga faðmar Jón Daða.
Zenga faðmar Jón Daða.
Mynd: Getty Images
Wolves hefur rekið knattspyrnustjórann Walter Zenga en liðið hefur tapað fjórum af fimm síðustu leikjum og situr í 18. sæti ensku Championship-deildarinnar.

Íslenski landsliðssóknarmaðurinn Jón Daði Böðvarsson leikur með Wolves.

Zenga er gríðarlega reyndur þjálfaris sem hefur meðal annars stýrt Catania, Palermo, Sampdoria, Rauðu Stjörnunni og Dinamo Búkarest.

Hann er líflegur karakter sem skipaði Jóni Daða að taka víkingaklappið með stuðningsmönnum eftir sigurleiki hjá Úlfunum,

Zenga tók við Wolves fyrir 87 dögum eftir að kínverskir fjárfestar eignuðust félagið.

Níu félög í Championship-deildinni réðu nýja stjóra fyrir þetta tímabil en brotthvarf Zenga þýðir að aðeins fjórir af þeim eru enn að störfum. Roberto di Matteo, Paul Trollope, Nigel Pearson og Alan Stubbs yfirgáfu Aston Villa, Cardiff, Derby og Rotherham í október.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner