þri 25. október 2016 11:38
Elvar Geir Magnússon
Veðbankar telja líklegt að Rooney fari til Los Angeles
Bandaríkin? Asía? Áfram í Evrópu?
Bandaríkin? Asía? Áfram í Evrópu?
Mynd: Getty Images
Staðan er orðin erfið fyrir sóknarmanninn Wayne Rooney sem er orðinn varamaður hjá Manchester United enska landsliðinu. Enskir fjölmiðlar halda því fram að knattspyrnustjórinn Jose Mourinho hafi sagt Rooney að hann þurfi að yfirgefa Old Trafford til að fá byrjunarliðsbolta.

Rooney varð 31 árs í gær en hann hefur ekki byrjað síðustu fjóra leiki United en þrjú ár eru eftir af samningi hans.

Þegar stuðlar veðbanka eru skoðaðir er talið að LA Galaxy í bandarísku MLS-deildinni sé líklegast sem næsta félag Rooney. Hefð er fyrir því að stjörnur úr enska boltanum spili með liðinu og hafa stjórnarmenn MLS-deildarinnar lýst yfir miklum áhuga á að fá hann.

Þetta gæti verið góður kostur fyrir Rooney og hans fjölskyldu en hann og Coleen eiga þrjá unga syni. New York Red Bulls hefur einnig verið nefnt.

Hvað varðar veskið gæti Kína verið besti kosturinn fyrir Rooney. Þar hefur lið Shanghai SIPG verið helst nefnt en þjálfari þess er Sven-G-ran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga.

Af félögum í Evrópu eru Frakklandsmeistarar PSG taldir líklegastir til að fá Rooney en Everton, hans uppeldisfélag, er einnig á lista.

Stuðlarnir:
LA Galaxy 4/1
Kínverskt lið 5/1
Lið í Mið-Austurlöndum 6/1
PSG 8/1
Everton 10/1
Real Madrid 14/1
Mónakó 16/1
Chelsea 20/1
Sunderland 33/1
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner