þri 25. október 2016 11:00
Magnús Már Einarsson
Watford í veseni
Mynd: Getty Images
Watford gæti misst stig eða fengið sekt vegna falsaðra skjala sem voru notuð árið 2014.

The Telegraph greinir frá því í dag að falsað skjal hafi verið notað til að sýna fram á að eignarhaldsfélagið Hornets Invesment ltd ætti nægan pening til að fá bankaábyrgð upp á sjö milljónir punda.

Hornets Invetsment ltd á Watford. Eignarhaldsfélagið er í eigu Gino Pozzo, eiganda Watford en hann keypti félagið upphaflega árið 2012.

Forráðamenn ensku deildarkeppninnar líta málið alvarlegum augum og rannsókn er hafin.

Watford ætlar einnig að skoða málið innanbúðar hjá sér en félagið gæti fengið refsingu fyrir skjalafals.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner