Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 25. október 2016 20:00
Magnús Már Einarsson
Zidane skilur ekki baulið á Ronaldo
Ronaldo hefur ekki skorað í fjórum heimaleikjum í röð.
Ronaldo hefur ekki skorað í fjórum heimaleikjum í röð.
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, segist ekki átta sig á því af hverju hluti af stuðningsmönnum liðsins hafi ákveðið að baula á Cristiano Ronaldo í leiknum gegn Athletic Bilbao um helgina.

Ronaldo hefur ekki skorað í fjórum heimaleikjum í röð en það hefur ekki gerst síðan hann kom til Real Madrid árið 2009. Ronaldo fór illa með færi gegn Bilbao og stuðningsmenn bauluðu á hann.

„Ég skil ekki baulið en á sínum tíma var líka baulað á mig og þetta getur gerst. Fólk reiknar með miklu frá leikmönnum og Bernabeu er sérstakur leikvangur. Cristiano veit það og hann hefur ekki áhyggjur af þessu," sagði Zidane.

Zidane segist ekki reikna með öðru en að Ronaldo verði á skotskónum á nýjan leik fljótlega.

„Auðvitað vil ég að hann skori tvö til þrjú mörk í leik en ég hef ekki áhyggjur því að það mun gerast. Hann er ekki að nýta færin en hann á eftir að gera það fljótlega," sagði Zidane.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner