Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 25. nóvember 2012 16:09
Daníel Freyr Jónsson
Benítez fékk slæmar móttökur frá stuðningsmönnum
Rafael Benitez.
Rafael Benitez.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Chelsea eru margir hverjir afar ósáttir við ráðninguna á Rafel Benitez sem stjóra liðsins fyrir helgi.

Nú er nýhafinn hans fyrsti leikur sem stjóri liðsins og er það stórleikur gegn Manchester City.

Stuðningsmenn Chelsea létu óánægju sína vel í ljós fyrir leik og sungu hástöfum söngva um að Benitez væri ekki velkominn á Stamford Bridge.

Þá var einnig mikið baulað og þurfti vallarþulurinn meðal annars að hækka róminn til að í honum heyrðist þegar hann las upp minningarorð fyrir Dave Saxton, fyrrum stjóra liðsins, sem lést um helgina.

,,Aldrei heyrt svona slæmar móttökur fyrir nújum þjálfara eins og Benitex var að fá frá stuðningsmönnum Chelsea fyrir byrjun leiks. Mikið baulað og þegar hafa verið sungnir nokkrir söngvar á fyrstu mínútunum," sagði Phil McNulty, blaðamaður BBC.

Nú eru 15 mínútur liðnar af leiknum og er enn markalaust.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner