þri 25. nóvember 2014 15:28
Elvar Geir Magnússon
Besti leikmaður Pepsi-deildarinnar til Noregs?
Ingvar í landsleiknum gegn Belgíu.
Ingvar í landsleiknum gegn Belgíu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tvö félög í Svíþjóð og önnur tvö í Noregi hafa áhuga á Ingvari Jónssyni, markverði Íslandsmeistara Stjörnunnar.

Fótbolti.net valdi Ingvar leikmann ársins á liðnu tímabili í Pepsi-deildinni.

Norska blaðið Aftenbladet segir að norska félagið Start vilji fá Ingvar en haft er eftir umboðsmanni hans að viðræður séu á viðkvæmu stigi en framtíð leikmannsins skýrist á næstu 7-10 dögum.

Start hafnaði í tólfta sæti norsku úrvalsdeildarinnar í ár.

Ingvar hefur verið í landsliðshópi Íslands í undanförnum verkefnum og lék seinni hálfleikinn gegn Belgíu.

Ingvar æfði á dögunum með Atvidaberg í Svíþjóð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner