Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 25. nóvember 2014 16:41
Magnús Már Einarsson
Eiður spilaði 75 mínútur í sigri Bolton
Eiður Smári í landsleik gegn Króatíu í fyrra.
Eiður Smári í landsleik gegn Króatíu í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen spilaði 75 mínútur með varaliði Bolton þegar liðið sigraði Bury 3-1 í æfingaleik fyrir luktum dyrum í dag.

Eiður skoraði ekki í leiknum en hann þótti sýna fína takta. Neil Lennon, stjóri Bolton, vill skoða Eiður aftur í leik í næstu viku en líklegt er að hann spili gegn Middlesbrough í varaliðsleik næstkomandi mánudag.

Lennon áttar sig á því að fleiri félög gætu sýnt Eiði Smára áhuga. ,,Það kæmi mér ekki á óvart. Bara sú staðreynd að hann vill spila áfram er jákvæð," sagði Lennon.

,,Hann tók sér frí frá fótbolta og er að koma mjög ferskur til baka. Hann hefur aðlagast vel."

Eiður Smári hefur æft með Bolton að undanförnu og líkurnar aukast með hverjum deginum á að hann semji við félagið sem hann spilaði með frá 1998 til 2000.
Athugasemdir
banner
banner
banner