Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. nóvember 2014 09:30
Magnús Már Einarsson
Eiður spilar með Bolton í dag
Powerade
Eiður kemur við sögu í slúðurpakka dagsins.
Eiður kemur við sögu í slúðurpakka dagsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Slúðurpakkinn er í styttri kantinum í dag en Eiður Smári Guðjohnsen kemur við sögu að þessu sinni.



Umboðsmaður Mario Balotelli framherja Liverpool segir að hann sé ekki á leið aftur til Ítalíu. (Daily Mail)

Ilkay Gundogan, miðjumaður Dortmund, hefur áhuga á að fara í ensku úrvalsdeildina. (London Evening Standard)

Arsenal, Manchester United og Liverpool hafa áhuga á Marco Reus leikmanni Dortmund en Chelsea hefur ákveðið að draga sig úr baráttunni. (Metro)

Real Madrid ætlar að reyna að krækja í Pedro Chirivella, 17 ára miðjumann Liverpool. (Daily Mail)

Dinamo Zagreb hefur sagt Arsenal og Tottenham að miðjumaðurinn Marcelo Brozovic muni kosta háa upphæð. (Daily Star)

Crystal Palace ætlar að fara til Indlands til að leita að leikmönnum á aldrinum 16-19 ára. (Daily Mirror)

Eiður Smári Guðjohnsen mun spila æfingaleik með Bolton fyrir luktum dyrum í dag. (The Sun)

Manchester United ætlar ekki að leggja fram formlega kvörtun eftir að stuðningsmaður Arsenal hellti rauðvíni yfir varamannabekk liðsins á laugardaginn. (Times)
Athugasemdir
banner
banner
banner