Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 25. nóvember 2014 11:32
Elvar Geir Magnússon
Gylfi Þór: Mikilvægt að varamenn verði á tánum
Gylfi í leik með Swansea.
Gylfi í leik með Swansea.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea, segir að það muni reyna mikið á leikmannahópinn í jólatörninni sem framundan er. Þeir leikmenn sem hafi verið í aukahlutverkum hingað til þurfi að vera á tánum,

„Við þurfum öflugan leikmannahóp því þetta er langt tímabil og það koma upp meiðsli. Það er mikilvægt að leikmenn sem eru kannski ekki að spila alla leiki komi sterkir inn þegar á þarf að halda," segir Gylfi.

„Við erum að sigla inn í afar mikilvægan kafla á tímabilinu."

Gylfi hefur verið einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu en hann og Wilfried Bony hafa blómstrað. Bony skrifaði undir nýjan samning við félagið í síðustu viku en Gylfi segir hann afskaplega mikilvægan fyrir sóknarleik liðsins.

„Allir voru ánægðir þegar Wilfried skrifaði undir, leikmenn og stuðningsmenn. Hann er magnaður leikmaður sem getur skorað í hverjum leik. Það er mjög þægilegt að spila með hann. Hann er öflugur, heldur boltanum vel uppi á vellinum og þá er auðvelt að taka hlaup kringum hann."

„Hann er góður sendingamaður og þegar hann fær færi er hann vanur að nýta það," segir Gylfi en hann telur að Swansea hefði getað rænt stigi gegn Manchester City um liðna helgi. „Við fengum tækifæri til að fá eitthvað út úr leiknum en úrslitin voru á endanum sanngjörn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner