Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. nóvember 2014 12:03
Magnús Már Einarsson
Líkur á að Jón Daði fari frá Viking í janúar
Jón Daði í leiknum gegn Tékkum fyrr í mánuðinum.
Jón Daði í leiknum gegn Tékkum fyrr í mánuðinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Daði Böðvarsson gæti yfirgefið herbúðir Viking þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Frammistaða Jóns Daða með íslenska landsliðinu í undankeppni EM hefur vakið athygli en hann spilaði mjög vel í sigrunum á Tyrklandi og Hollandi.

Félög á meginlandi Evrópu hafa sýnt Jóni Daða áhuga og góðar líkur eru á að hann fari í janúar.

,,Það eru meiri líkur en minni á því," sagði Magnús Agnar Magnússon umboðsmaður hjá Total Football í samtali við Fótbolta.net í dag.

Jón Daði er 22 ára gamall en hann kom til Viking frá uppeldisfélagi sínu Selfossi fyrir tveimur árum síðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner