Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 25. nóvember 2014 21:45
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Aguero afgreiddi Bayern - Öruggt hjá Chelsea
Kun Sergio Aguero skoraði þrennu gegn Bayern og er trúlega hetja í Manchester-borg
Kun Sergio Aguero skoraði þrennu gegn Bayern og er trúlega hetja í Manchester-borg
Mynd: Getty Images
Þvílíkt kvöld hjá Lionel Messi!
Þvílíkt kvöld hjá Lionel Messi!
Mynd: Getty Images
Það var allt um að vera í Meistaradeild Evrópu í kvöld en Lionel Messi, leikmaður Barcelona, bætti meðal annars markametið og Manchester City vann magnaðan sigur á Bayern.

Manchester City vann dramatískan 3-2 sigur á Bayern München í E-riðli. Sergio Aguero kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu á 21. mínútu eftir að Mehdi Benatia braut á honum innan teigs. Benatia var rekinn af velli fyrir tæklinguna á Aguero og útlitið ansi gott fyrir heimamenn.

Xabi Alonso hélt þó ekki er hann jafnaði metin fimm mínútum fyrir leikslok og leikurinn breyttist í martröð fyrir Man City er Robert Lewandowski kom gestunum yfir undir lok fyrri hálfleiks.

Aguero sá hinsvegar til þess að City færi ekki tómhent heim úr þessu verkefni og jafnaði hann metin á 85. mínútu. Hann var þó ekki búinn með kvótann því hann skoraði sigurmarkið nokkrum mínútum síðar og við það hafa vonir Man City lifnað um að komast áfram.

Man City er því með 5 stig í öðru sæti eða jafnmörg stig og Roma og CSKA Moskva en úrslitin ráðast í síðustu umferð er Man City heimsækir Roma til Ítalíu.

Barcelona vann þá APOEL örugglega með fjórum mörkum gegn engu. Luis Suarez kom Börsungum yfir með fyrsta marki sínu fyrir félagið en það var afar fallegt þar sem hann snéri af sér varnarmann og skoraði örugglega.

Lionel Messi var næstur. Hann bætti markamet Meistaradeildar Evrópu og sló þar með met spænska framherjans Raúl. Hann var ekki hættur því hann skoraði þriðja mark Barcelona þegar það var um hálftími eftir. Messi fullkomnaði þrennu sína svo undir lok leiksins og þar með kvöldið fullkomið fyrir argentínska leikmanninn.

Rafinha var rekinn af velli í liði Barcelona á 70. mínútu og fjórtán mínútum síðar var leikmanni APOEL vikið af velli.

PSG lagði þá Ajax 3-1. Edinson Cavani kom PSG yfir áður en Davy Klaassen jafnaði metin. Zlatan Ibrahimovic kom PSG yfir svo áður en Edinson Cavani kláraði dæmið með þriðja markinu.

Chelsea rúllaði upp Schalke. John Terry kom enska liðinu yfir áður en Willian bætti við öðru marki. Jan Khirchoff varð fyrir því óláni að koma boltanum í netið svo áður en Didier Drogba skoraði fjórða markið.

Brasilíski miðjumaðurinn Ramires gerði svo fimmta og síðasta markið í þægilegum sigri á Schalke.

Hægt er að sjá öll úrslit hér fyrir neðan.

Úrslit og markaskorarar:

E-riðill:

Manchester City 3 - 2 Bayern
1-0 Sergio Aguero ('21 , víti)
1-1 Xabi Alonso ('40 )
1-2 Robert Lewandowski ('45 )
2-2 Sergio Aguero ('85 )
3-2 Sergio Aguero ('90 )
Rautt spjald:Medhi Benatia, Bayern ('20)

F-riðill:

APOEL 0 - 4 Barcelona
0-1 Luis Suarez ('27 )
0-2 Lionel Andres Messi ('38 )
0-3 Lionel Andres Messi ('58 )
0-4 Lionel Andres Messi ('87 )
Rautt spjald: ,Rafinha, Barcelona ('70)Joao Guilherme, APOEL ('84)

Paris Saint Germain 3 - 1 Ajax
1-0 Edinson Cavani ('33 )
1-1 Davy Klaassen ('67 )
2-1 Zlatan Ibrahimovic ('79 )
3-1 Edinson Cavani ('83 )

G-riðill:

Schalke 04 0 - 5 Chelsea
0-1 John Terry ('2 )
0-2 Willian ('29 )
0-3 Jan Kirchhoff ('44 , sjálfsmark)
0-4 Didier Drogba ('76 )
0-5 Ramires ('78 )

H-riðill:

BATE 0 - 3 Porto
0-1 Hector Herrera ('56 )
0-2 Jackson Martinez ('65 )
0-3 Cristian Tello ('89 )

Shakhtar D 0 - 1 Athletic
0-1 Mikel San Jose ('68 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner