banner
   þri 25. nóvember 2014 14:24
Elvar Geir Magnússon
Leikmannamál
Mikill áhugi á Gumma Tóta - Þýskaland þar á meðal
Guðmundur Þórarinsson er spennandi leikmaður.
Guðmundur Þórarinsson er spennandi leikmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Þórarinsson er líklegur til að færa sig um set í janúar en þessi ungi og öflugi leikmaður hefur spilað fyrir Sarpsborg í Noregi undanfarin tvö ár.

Hann setur stefnuna á að taka næsta skref á sínum ferli og fara í stærra félag.

Mikill áhugi er á Guðmundi sem hefur leikið fyrir U21-landsliðið. Nokkur félög í Skandinavíu hafa sýnt áhuga en þar á meðal er Nordsjælland sem Ólafur Kristjánsson þjálfar.

„Maður stefnir auðvitað lengra og það er gaman að vera orðaður við flotta klúbba," sagði Guðmundur við Fótbolta.net fyrr á þessu ári.

Félög á meginlandi Evrópu hafa einnig sýnt áhuga, þar á meðal í Belgíu og Þýskalandi, og fróðlegt að sjá hvað gerist í málum Guðmundar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner