þri 25. nóvember 2014 10:26
Magnús Már Einarsson
Myndbandsupptökur notaðar hjá aganefnd KSÍ?
Guðmundur Ársæll dómari í Pepsi-deildinni.  Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Guðmundur Ársæll dómari í Pepsi-deildinni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á formanna og framkvæmdastjórafundi KSÍ um liðna helgi var lögð fram tillaga um breytingar á reglugerðum.

Ein af breytingunum er sú að aganefnd KSÍ geti úrskurðað leikmenn í leikbann af myndbandsupptökum fyrir alvarleg agabrot sem dómurum hefur yfirsést í leiknum.

Aganefndin mun hins vegar sem fyrr ekki dæma lengd leikbanna eftir myndbandsupptökum ef að leikmanni var refsað fyrir brot sitt í leiknum.

Hugmyndin – viðbót við núgildandi ákvæði – í samræmi við agareglur FIFA: ,,6.2. Aga –og úrskurðarnefnd er jafnframt heimilt að taka upp og úrskurða um alvarleg agabrot sem dómurum hefur yfirsést í leiknum. Við úrskurð í slíkum tilvikum er nefndinni heimilt að notast við myndbandsupptökur."

,,6.4. Það er grundvallarregla að myndbandsupptökur skulu ekki notaðar við ákvörðun viðurlaga vegna agabrota þó með þeirri undantekningu er getið er um í grein 6.2. ......"
Athugasemdir
banner
banner
banner