Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 25. nóvember 2014 14:31
Brynjar Ingi Erluson
Pelle: Ég er líkur Zlatan og myndarlegri en Ronaldo
Graziano Pelle má eiga það að hann er fjallmyndarlegur
Graziano Pelle má eiga það að hann er fjallmyndarlegur
Mynd: Getty Images
Graziano Pellé, framherji Southampton í ensku úrvalsdeildinni, er myndarlegri en Cristiano Ronaldo og líkur Zlatan Ibrahimovic á vellinum en þetta kemur fram í bók hans Pelle talks, 1000 questions and more.

Pelle, sem er 29 ára gamall, hefur farið hamförum í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en hann kom frá Feyenoord í sumar og er þegar kominn með níu mörk í deildinni.

Hann var í kjölfarið valinn í ítalska landsliðið og virðist allt blómstra hjá kappanum en hann hefur gefið út bók, Pelle talks, 1000 qustions and more.

Þar er hann spurður hvor sé myndarlegri, hann eða Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid og portúgalska landsliðsins. Pelle var afar kokhraustur í svari sínu eins og má sjá hér fyrir neðan.

,,Ég er myndarlegri. Cristiano Ronaldo er myndarlegur en ég er hærri en hann," sagði Pelle.

Hann var þá spurður hvaða leikari myndi leika hann á hvíta tjaldinu og þar kom enginn annar til greina en George Clooney.

,,George Clooney, það býr svo mikill klassi yfir honum."

En hverjum líkist hann á vellinum?

,,Zlatan Ibrahimovic. Ég er ekki að segja að ég sé jafn góður og hann en ég líkist honum," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner