þri 25. nóvember 2014 21:24
Brynjar Ingi Erluson
Rodgers: Fyrsta markið mikilvægast
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool á Englandi, segir að liðið þurfi að byrja vel gegn Ludogorets í Meistaradeild Evrópu á morgun.

Liverpool hefur tapað síðustu þremur leikjum sínum í Meistaradeildinni en gengið liðsins að undanförnu hefur verið dapurt.

Liðið þarf sigur gegn Basel og Ludogorets í síðustu tveimur leikjunum til þess að komast í 16-liða úrslit en liðið mætir Ludogorets á morgun.

,,Við þurfum að einbeita okkur að þessum leik. Við höldum áfram að berjast og ef við náum fyrsta markinu þá getur það gefið okkur sjálfstraust," sagði Rodgers.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner