þri 25. nóvember 2014 13:00
Elvar Geir Magnússon
Rolf Toft gæti komið aftur í Stjörnuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski sóknarmaðurinn Rolf Toft er enn að reyna að komast að í sterkari deild en það hefur ekki borið árangur. Toft stóð sig vel með Stjörnunni á liðnu sumri þegar liðið stóð uppi sem Íslandsmeistari.

Hann hefur verið til reynslu hjá liðum í Skandinavíu og æfði á dögunum með Halmstad í Svíþjóð og gekk vel að eigin sögn. Svo urðu þjálfaraskipti hjá félaginu og hann hefur ekkert heyrt í því eftir það.

Toft segir við danska fjölmiðla að staða sín sé í óvissu en hann neitar því ekki að hann gæti snúið aftur í Stjörnuna. Hann segir það engu breyta þó ljóst sé að Henrik Bödker verði ekki áfram í þjálfarateymi Garðabæjarfélagsins.

Toft ætlar þó að skoða aðra kosti fyrst og stefnir að því að komast að í sterkari deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner