Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
   þri 25. nóvember 2014 15:05
Magnús Már Einarsson
Leikmannamál
Rúnar Páll: Þýðir ekki að við fáum færri Dani
Rúnar Páll og Brynjar Gauti Guðjónsson.
Rúnar Páll og Brynjar Gauti Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Hann er toppnáungi og góður fótboltamaður," sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar við Fótbolta.net í dag eftir að liðið samdi við varnarmanninn Brynjar Gauta Guðjónsson.

,,Ég var ekki mikið að pæla í honum í sumar en ég horfði á þessa U21 árs landsleiki og hreifst miikið af leik hans þar. Eftir það ákváðum við að tala við hann."

Danski varnarmaðurinn Martin Rauschenberg hefur spilað með Stjörnunni undanfarin tvö ár en þýðir koma Brynjars Gauta að hann sé á förum? ,,Það þýðir það ekkert endilega. Við erum með þrjá hafsenta, Daníel Laxdal, Aron Heiðdal og Brynjar Gauta. Þetta kemur í ljós."

Henrik Bödker er farinn úr þjálfarateymi Stjörnunnar en Rúnar segir að það verði mögulega áfram danskir leikmenn í Garðabænum.

,,Þó að Bödker sé farinn þá þýðir það ekki að við fáum færri Dani. Við erum ekki að leita þangað núna samt. Við erum með fínan leikmannahóp og ef við náum að landa Halldóri Orra þá erum við í ágætis málum. Jeppe Hansen og Rolf Toft, sem voru hér í fyrra, skiluð fínu hlutverki og það er ekki útilokað að þeir komi aftur," sagði Rúnar og bætir við að það sé söknuður af Henrik.

,,Hann er frábær náungi og passaði mjög vel inn í okkar samstarf. Hann er búinn að vera hér í fjögur ár og hefur skilað frábæru starfi fyrir Stjörnuna. Hann er frábær strákur og vel liðinn og hans verður sárt saknað í Garðabæ."

Rúnar Páll segir að Garðbæingar séu ekki með fleiri járn í eldinum í augnablikinu. Michael Præst og Jóhann Laxdal eru á meiðslalistanum vegna hnémeiðsla en Daninn ætti að snúa aftur áður en Íslandsmótið hefst og Jóhann í júní.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner