Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 25. nóvember 2014 09:38
Magnús Már Einarsson
Saido Berahino í fangelsi?
Berahino er í basli utan vallar.
Berahino er í basli utan vallar.
Mynd: Getty Images
Saido Berahino, framherji WBA, gæti átt yfir höfði sér refsingu eftir að hafa verið gripinn við ölvunar og hraðakstur í síðasta mánuði.

Berahino var stöðvaður á 177 kílómetra hraða þann 22. október síðastliðinn en hann var ölvaður undir stýri.

Lögreglan stöðvaði Berahino eftir að hafa fengið ábendingu frá almenningi um ölvunarakstur.

Berahino þarf að mæta fyrir rétt í næsta mánuði en ef hann verður ákærður gæti hann fengið allt að hálfs árs fangelsi.

Hinn 21 árs gamli Berainho hefur slegið í gegn með WBA á tímabilinu en hann var meðal annars valinn í enska landsliðið á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner