Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. nóvember 2014 11:31
Magnús Már Einarsson
Málefni Eiðs Smára
Segir 60% líkur á að Eiður Smári semji við Bolton
Stuðningsmennirnir spenntir
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
,,Í aungablikinu myndi ég segja að líkurnar séu 60/40 á að hann skrifi undir," sagði Marc Iles blaðamaður hjá The Bolton News við Fótbolta.net í dag aðspurður út í Eið Smára Guðjohnsen.

Eiður Smári hefur æft með Bolton að undanförnu og líkurnar aukast með hverjum deginum á að hann semji við félagið.

,,Í fyrstu var ég í vafa um að Bolton myndi hafa efni á honum en ég heyri alltaf að þetta sé líklegra og líklegra. Formaðurinn (Phil Gartside) settist niður með Eiði á föstudag til aðr æða samningsmál og Neil Lennon (stjóri Bolton) mun nú taka lokaákvörðun eftir að hafa skoðað hann í leik," sagði Iles.

,,Ég hef sjálfur ekki séð mikið af Eiði síðan hann fór úr enska boltanum og tími hans í Belgíu var ekki sá besti."

,,Ég held að reynsla hans gæti hjálpað hópnum gifurlega mikið en félagið er ekki sterkt fjárhagslega og þessi samningur má ekki koma á kostnað leikmanns sem er að spila í hverri viku."


Stuðningsmenn Bolton eru gífurlega spenntir fyrir því að fá Eið til félagsins á nýjan leik.

,,Stuðningsmennirnir hættu varla að syngja nafn hans í leiknum gegn Blackpool um helgina. Hann yrði mjög vinsæll hjá félaginu ef að samningar nást," sagði Iles.
Athugasemdir
banner
banner
banner