Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 25. nóvember 2014 14:40
Elvar Geir Magnússon
Leikmannamál
Þórarinn Ingi að færast nær FH
Þórarinn Ingi í landsliðsverkefni.
Þórarinn Ingi í landsliðsverkefni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það gæti gerst eitthvað á næstu klukkutímum ef þeir hafa áhuga á honum," segir Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, um áhuga FH á Þórarni Inga Valdimarssyni.

FH hefur átt í viðræðum við ÍBV um kaup á leikmanninum og miðar þeim viðræðum í rétta átt að sögn Óskars.

„Þetta er að færast nær. Það er ákveðin tala sem við höfum sett upp og þeir þurfa að borga hana ef þeir vilja fá hann," segir Óskar en tilboð FH er að færast nær þessari tölu.

Líkur eru á að ÍBV muni samþykkja tilboð frá FH-ingum síðar í dag.

Þórarinn var í íslenska landsliðshópnum í fyrstu þremur leikjum undankeppni EM en kom ekki við sögu í leikjunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner