Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 25. nóvember 2014 13:49
Elvar Geir Magnússon
Wilshere spilar ekki á næstunni
Jack Wilshere býr sig undir leik fyrir enska landsliðið.
Jack Wilshere býr sig undir leik fyrir enska landsliðið.
Mynd: Getty Images
Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal og enska landsliðsins, spilar ekki á næstunni en hann meiddist á ökkla í tapleiknum gegn Manchester United síðasta laugardag.

Wilshere fór meiddur af velli á 55. mínútu leiksins vegna ökklameiðsla. Hann erekki brotinn en Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að leikmaðurinn þurfi að fara í nánari skoðun.

Meiðslavandræði Wilshere halda áfram en óheppnin virðist elta leikmanninn unga.

Arsenal er að búa sig undir mikilvægan Meistaradeildarleik gegn Borussia Dortmund á morgun.

Lundúnafélagið endurheimtir varnarmanninn Laurent Koscielny eftir meiðsli en Theo Walcott og markvörðurinn Wojciech Szczesny missa af leiknum vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner