Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 25. nóvember 2015 15:09
Magnús Már Einarsson
Álasund býður ekki í Ævar - Átta félög í Pepsi-deild hafa áhuga
Ævar Ingi Jóhannesson.
Ævar Ingi Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norska félagið Álasund mun líklega ekki leggja fram tilboð í Ævar Inga Jóhannesson kantmann KA og U21 árs landsliðsins eins og útlit var fyrir.

Ævar var á reynslu hjá Álasund á dögunum og heillaði forráðamenn félagsins. Álasund ætlar hins vegar að byrja á að styrkja aðrar stöður áður en þeir skoða kantmenn.

„Við vorum í samskiptum við Álasund síðast í dag. Þeir vilja bíða og sjá og eru að skoða aðrar stöður fyrst. Mér þykir ólíklegt að það komi tilboð eins og staðan er í dag," sagði Sævar Pétursson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KA í samtali við Fótbolta.net í dag.

Hinn tvítugi Ævar á eitt ár eftir af samningi sínum við KA en mjög mörg félög í Pepsi-deildinni hafa sýnt honum áhuga.

„Það eru átta lið búin að hafa samband við okkur. Við höfum lokað á það hingað til en heyrum kannski í þeim núna í framhaldinu. Það eru tveir klúbbar sem eru líklega að hefja viðræður við okkur út af honum núna," sagði Sævar.

„Þetta fer í ferli en við viljum helst ekki að hann fari. Hins vegar ef að tilboðið er nógu gott og hann er sáttur og við sáttir, þá er hægt að skoða allt."
Athugasemdir
banner
banner