Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 25. nóvember 2015 06:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 433.is 
Atli Guðna að ganga frá nýjum samningi við FH
Atli Guðnason í leik með FH.
Atli Guðnason í leik með FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er ekki alveg orðið klárt að ég verði í FH en svona næstum. Ég hugsa að ég verði í FH á næsta ári, það eru mestar líkur á því," sagði Atli Guðnason, sóknarmaður FH, við 433.is í gær.

Hann segist ekki hafa fengið nein tilboð frá félögum erlendis.

Þessi 31 árs leikmaður hefur í mörg ár verið meðal bestu leikmanna Pepsi-deildarinnar en hann lék sinn fyrsta leik fyrir FH í efstu deild 2004.

Alls hefur hann skorað 85 mörk í 260 leikjum í deild og bikar hér á landi.

Fyrr í þessum mánuði sagði Atli í viðtali að framtíð sín í boltanum væri í mikilli óvissu eftir að samningur hans rann út.

Nú stefnir hinsvegar allt í að hann verði áfram í búningi FH en hann skoraði átta mörk í 21 leik í Pepsi-deildinni á liðnu tímabili þar sem Hafnarfjarðarliðið stóð uppi sem sigurvegari.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner