Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 25. nóvember 2015 14:28
Magnús Már Einarsson
Beitir í Keflavík (Staðfest)
Jón Guðmundur Benediktsson	formaður knattspyrnudeildar og Beitir.
Jón Guðmundur Benediktsson formaður knattspyrnudeildar og Beitir.
Mynd: Keflavík
Keflavík hefur fengið markvörðinn Beiti Ólafsson í sínar raðir frá HK en hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið.

Þorvaldur Örlygsson, nýráðinn þjálfari Keflvíkinga, þekkir Beiti vel eftir að hafa þjálfað HK undanfarin tvö ár.

Hjá Keflavík mun Beitir berjast um markvarðarstöðuna við hinn efnilega Sindra Kristin Ólafsson sem stóð í marki liðsins hluta af síðasta tímabili.

Hinn 29 ára gamli Beitir er uppalinn hjá HK en hann hefur verið aðalmarkvörður liðsins undanfarin fjögur tímabil.

Þar áður spilaði Beitir einnig með Aftureldingu, Ými og KFK.
Athugasemdir
banner
banner
banner