Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 25. nóvember 2015 17:35
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Akraborgin 
Gummi Hreiðars: Horfum á Ögmund sem markvörð tvö
Ögmundur fékk harða gagnrýni eftir vináttulandsleikina gegn Póllandi og Slóvakíu.
Ögmundur fékk harða gagnrýni eftir vináttulandsleikina gegn Póllandi og Slóvakíu.
Mynd: Getty Images
„Við höfum horft svolítið á Ögmund sem markvörð númer tvö og ég held að við séum enn að gera það. Á endanum eru það þjálfararnir sem taka lokaákvörðun," sagði Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins, í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu.

Ögmundur Kristinsson varði mark íslenska landsliðsins í vináttuleikjunum gegn Póllandi og Slóvakíu á dögunum og þótti fara illa með sitt tækifæri.

„Það er alveg ljóst. Sá sem veit það best er hann sjálfur. Að mínu mati er Ögmundur frábær markvörður og hann hefur sýnt það með landsliðinu og félagsliðum sínum. Hann hefur fengið mikið lof fyrir sína frammistöðu með Hammarby," sagði Guðmundur sem viðurkennir að tvö af mörkunum fjórum sem Pólland skoraði í 4-2 sigri sínum í Varsjá eigi að skrifast á Ögmund.

„Þú vilt ekki rótera mikið á markvörðum og við fáum ekki marga landsleiki á ári. Ögmundur spilaði fyrri hálfleikinn gegn Póllandi fínt en svo kemur þetta mark og við gerum kröfu á landsliðsmarkvörð að verja svona skot. Hann gerði þá kröfu. Tvö af þessum fjórum mörkum sem við fengum á okkur er hægt að setja í hans bakpoka. Maður verður að segja hlutina eins og þeir eru."

Ögmundur var einnig mjög óöruggur í leiknum gegn Slóvakíu og fór Guðmundur yfir þessa leiki með Ögmundi eftir leik í Zilina.

„Með þessum tveimur leikjum vorum við aðeins að fjárfesta í honum og leyfa honum að anda þessu að sér. Þetta er eitthvað sem þú þarft að ganga í gegnum," sagði Guðmundur sem segir mikilvægt að Ísland stóli ekki of mikið á Hannes Þór Halldórsson sem nú er á meiðslalistanum.

„Hannes hefur vaxið mjög. Eftir því sem brekkan verður brattari og þrautin erfiðari verður hann sterkari. En við getum ekki bara treyst á einn mann og liðið má ekki standa og falla með einum manni. Auðvitað erum við í brekku hvað það varðar en ekki þannig að ég hafi stórar áhyggjur af því," sagði Guðmundur í Akraborginni en hann segir að nóg af kostum séu til taks þegar kemur að því að velja þá þrjá markverði sem fara með á EM á næsta ári.

Hægt er að heyra viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan:


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner