Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 25. nóvember 2015 11:09
Magnús Már Einarsson
Hafþór Þrastarson æfir með Þrótti
Hafþór í leiknum í gær.
Hafþór í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Varnarmaðurinn Hafþór Þrastarson æfir með nýliðum Þróttar þessa dagana.

Hafþór er á förum frá Fjarðabyggð og hann er nú til skoðunar hjá Þrótti. Hann spilaði með liðinu í 4-1 sigri á Víkingi R. í æfingaleik í gærkvöldi.

Hinn 25 ára gamli Hafþór er uppalinn hjá FH en hann lék með KA og Selfossi á láni áður en hann fór til Hauka árið 2013.

Þar var Hafþór fastamaður í tvö ár áður en hann fór í Fjarðabyggð þar sem hann var í lykilhlutverki í 1 .deildinni í sumar.

Fleiri leikmenn eru til skoðunar hjá Þrótturum þessa dagana. Þar á meðal er Viktor Örn Guðmundsson sem er líkt og Hafþór á förum frá Fjarðabyggð.

Kantmaðurinn Aron Þórður Albertsson úr HK hefur einnig æft með Þrótti að undanförnu.

Fyrrum landsliðsmaður frá Eistlandi hefur líka verið á reynslu hjá Þrótti undanfarna daga en hann fær ekki samning hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner