mið 25. nóvember 2015 15:30
Magnús Már Einarsson
KA reyndi að kaupa Almarr
Almarr Ormarsson.
Almarr Ormarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA-menn eru stórhuga fyrir keppni í 1. deild næsta sumar og þeir reyndu að kaupa Almarr Ormarsson frá KR á dögunum.

Almarr er uppalinn hjá KA en hins vegar verður ekkert af því að hann spili aftur í gulu treyjunni næsta sumar.

„Það var góð tilraun en var kannski aldrei raunhæft," sagði Sævar Pétursson framkvæmdstjóri knattspyrnudeildar KA í samtali við Fótbolta.net í dag.

„Það gekk ekki. KR vildi ekki leyfa honum að fara og hann vildi ekki fara," bætti Sævar við.

Hallgrímur Mar Steingrímsson, kantmaður úr Víkingi, hefur æft með KA undanfarna daga. Kjaftasögur á Akureyri hafa sagt að hann sé á leið aftur í KA eftir eitt ár í Fossvoginum.

Sævar segir að svo sé ekki og að KA sé ekki í viðræðum um kaup á Hallgrími.

Að sögn Sævars er Hallgrímur í fríi á Akureyri í nokkrar vikur og fékk að æfa með sínum gömlu félögum í KA á meðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner