banner
   mið 25. nóvember 2015 16:30
Elvar Geir Magnússon
Nistelrooy: Memphis gerir ekki gæfumuninn strax
Memphis Depay, leikmaður United.
Memphis Depay, leikmaður United.
Mynd: Getty Images
Memphis Depay er ekki tilbúinn til að gera „gæfumuninn" hjá Manchester United. Þetta segir Ruud van Nistelrooy, fyrrum markahrókur United.

Memphis byrjaði vel hjá Rauðu djöflunum og skoraði tvö mörk í fyrstu þremur leikjum sínum. Eftir það fann hann netið aðeins einu sinni í fjórtán leikjum.

Getur Memphis staðið undir þeim kröfum sem eru gerðar á leikmanninn sem spilar í treyju númer 7 hjá United?

„Memphis er með gæðin og hæfileikana til að gera það en ég skil þessa spurningu þína á þessari stundu. Að gera gæfumuninn hjá United þýðir að vera alveg magnaður og ráða úrslitum í stórleikjum. Hann er ekki alveg tilbúinn í það," segir Nistelrooy.

Skrefið upp í úrvalsdeildina hefur reynst Memphis erfitt en Nistelrooy telur að hann muni finna fjölina.

„Hann mun rísa upp. Hann verður betri og skila meiru. Hann er þyrstur í að læra. Ég hef unnið náið með honum þegar hann er með landsliðinu. Við horfum mikið á myndbandsupptökur og förum yfir það sem hann getur bætt. Ég legg áherslu á það sem þjálfari að skoða það sem hann er góður í en getur bætt enn frekar," segir Nistelrooy sem er í þjálfarateymi hollenska landsliðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner