Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 25. nóvember 2015 17:00
Elvar Geir Magnússon
Sturridge spilar í fyrsta sinn fyrir Klopp á morgun
Sturridge loksins klár í slaginn.
Sturridge loksins klár í slaginn.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp segir að Daniel Sturridge gæti fengið einhverjar mínútur á morgun þegar Liverpool mætir Bordeaux í Evrópudeildinni. Sturridge er að koma upp úr meiðslum en hann hefur ekkert spilað síðan Klopp tók við stjórnartaumunum.

Sturridge hefur getað æft samfleytt í viku og segir Klopp að enski sóknarmaðurinn sé í sínu besta standi síðan hann kom til félagsins.

Afar ólíklegt er þó að Klopp láti Sturridge í byrjunarliðið á morgun.

Liverpool þarf sigur í leiknum til að tryggja sér sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar.

Annars er það að frétta að Martin Skrtel gat ekki æft í dag vegna veikinda og Mama Sakho er ekki enn orðinn leikfær vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner