fim 25. desember 2014 06:00
Brynjar Ingi Erluson
David Villa: Messi er besti leikmaður allra tíma
Lionel Messi, David Villa og Pedro Rodriguez
Lionel Messi, David Villa og Pedro Rodriguez
Mynd: Getty Images
David Villa, fyrrum framherji Barcelona á Spáni, segir að Lionel Messi sé besti leikmaður allra tíma en hann er tilnefndur til Ballon d'Or verðlaunanna sem verða afhent í janúar.

Villa gerði 48 mörk í 116 leikjum fyrir Barcelona og vann með liðinu allt sem hægt var að vinna á þeim tíma undir stjórn Pep Guardiola en hann Lionel Messi og Pedro Rodriguez mynduðu baneitrað sóknarteymi.

Spænski framherjinn er sem stendur í fríi á Spáni áður en hann undirbýr sig fyrir MLS-deildina sem fer af stað í Bandaríkjunum í byrjun næsta árs en hann er á mála hjá New York City FC.

Hann tjáði sig um Ballon d'Or verðlaunin sem verða afhent í janúar en Manuel Neuer, Cristiano Ronaldo og Messi eru tilnefndir en Villa telur að Messi eigi að hreppa hnossið.

,,Ég hef talað um Messi í mörg ár og ég mun halda áfram að tala um hann. Fyrir mér er hann besti leikmaður heims, hvort sem hann skorar flest mörk eða ekki því ég hef aldrei séð knattspyrnumann sem leikur eftir það sem hann gerir á vellinum," sagði Villa.

,,Hann er besti leikmaður allra tíma því hann er einstakur og ég hef ekki séð neinn sem er jafn góður og hann," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner