Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 25. desember 2014 18:30
Alexander Freyr Tamimi
Eiður Smári og Heskey gætu spilað saman á morgun
Heskey og Eiður gætu spilað saman á morgun.
Heskey og Eiður gætu spilað saman á morgun.
Mynd: Getty Images
Eiður Smári Guðjohnsen og Emile Heskey gætu spilað saman í fyrsta skiptið á morgun þegar Bolton fær Blackburn í heimsókn í Championship deildinni.

Heskey samdi við Bolton á aðfangadag og gildir samningur hans út tímabilið, en Eiður Smári samdi nýlega við félagið og hefur spilað tvo leiki.

Bolton vonast til að reynsla tvímenninganna muni vega þungt í baráttunni um að rífa sig upp úr botnslag Championship deildarinnar, en Eiður Smári er 35 ára gamall og Heskey árinu eldri. Saman eiga þeir yfir 130 landsleiki.

Eiður Smári lék með Chelsea og Barcelona þegar ferillinn stóð sem hæst, en Heskey hefur meðal annars spilað með Liverpool, Leicester og Aston Villa.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner