fim 25. desember 2014 16:32
Magnús Már Einarsson
Man Utd hefur einungis tapað einu sinni á annan í jólum
Mynd: Getty Images
Líkt og vanalega er mikið fjör í ensku úrvalsdeildinni á morgun, annan í jólum, en heil umferð er á daskrá.

Manchester United mætir Newcastle en þeir rauðklæddu eru með magnaða tölfræði í leikjum sínum á annan í jólum.

Manchester United hefur einungis einu sinni tapað á annan í jólum frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar árið 1992 en það var þegar liðið tapaði gegn Middlesbrough 3-1 árið 2002.

Manchester United er með 86,4% sigurhlutfall á annan í jólum og liðið hefur einnig einungis tapað tveimur af síðustu 25 leikjum gegn Newcastle.

Arsenal, sem mætir QPR á morgun, er með næstbesta árangurinn á annan í jólum en liðið er með 68,2% sigurhlutfall þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner