Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 25. desember 2014 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Modric segir að Ancelotti geti orðið Ferguson þeirra Madrídinga
Carlo Ancelotti
Carlo Ancelotti
Mynd: Getty Images
Luka Modric, leikmaður Real Madrid á Spáni, segir að Carlo Ancelotti, þjálfari liðsins, geti orðið Sir Alex Ferguson þeirra Madrídinga.

Ferguson eyddi 26 árum hjá Manchester United en hann vann þar 13 deildaritla, 5 FA-bikara, 4 deildabikara og þá hampaði hann Meistaradeildinni í tvígang.

Real Madrid er að spila frábæran fótbolta þessa stundina en liðið vann spænska konungsbikarinn og Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð en Modric hefur mikla trú á ítalska þjálfaranum, Carlo Ancelotti.

,,Ég hafði engar áhyggjur af því er Di Marioa og Alonso fóru. Kroos og James eru magnaðir og úrslitin eru enn betri en á síðustu leiktíð," sagði Modric.

,,Ég verð að hrósa Ancelotti fyrir það. Ró hans hefur hjálpað mörgum og hann gæti verið þjálfari liðsins í mörg ár til viðbótar, svona eins og Ferguson hjá Manchester United," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner