Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 25. desember 2014 14:00
Alexander Freyr Tamimi
Ólíklegt að Cech yfirgefi Chelsea í janúar
Petr Cech.
Petr Cech.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Kolar, umboðsmaður Petr Cech, býst ekki við því að markvörðurinn yfirgefi Chelsea í janúar þrátt fyrir að vera nú varamarkvörður liðsins.

Kolar segir þó að Real Madrid hafi áhuga á tékkneska landsliðsmanninum, sem hefur misst sæti sitt á milli stanganna til Thibaut Courtois þrátt fyrir að vera einn besti markvörður heims.

Þá segir Kolar að Liverpool sé einnig að fylgjast með leikmanninum, en hann mun líklega yfirgefa Chelsea næsta sumar.

,,Við vorum í viðræðum við Real Madrid, en þeir þurfa ekki markvörð í augnablikinu. Þess vegna er hann ekki að fara frá Chelsea," sagði Kolar.

,,Liverpool þarf að styrkja sig í þessari stöðu og þeir vita að Petr verður í boði fyrir næsta tímabil."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner