Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 25. desember 2014 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Paulinho gæti farið til Cruzeiro
Paulinho í leik með Tottenham
Paulinho í leik með Tottenham
Mynd: Getty Images
Paulinho, leikmaður Tottenham Hotspur á Englandi, gæti verið á leið til Cruzeiro í Brasilíu en félagið vill fá hann í janúar.

Paulinho hefur einungis leikið fimm leiki í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en Mauricio Pochettino, stjóri liðsins, hefur notað hann mikið í Evrópudeildinni.

Honum hefur ekki tekist að ná sér í fast byrjunarliðssæti en það gæti farið svo að hann yfirgefi félagið í janúar.

Brasilíska meistaraliðið Cruzeiro hefur mikinn áhuga á að fá Paulinho en Alexandre Mattos, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, vonast til að fá hann.

;,Ef Paulhino getur farið frá Tottenham þá hugsa allir leikmenn fyrst um Cruzeiro. Þó svo samband hans við Corinthians sé sterkt þá er ég viss um að hann myndi vilja koma til Cruzeiro," sagði Mattos.

,,Við gætum fengið hann á láni og umboðsmenn hafa þegar boðið þann möguleika fyrir nokkur félög í Brasilíu en Tottenham hefur þó ekki boðið félögum leikmönnum svo við verðum að bíða," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner