Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 25. desember 2014 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Rakitic: Það er heiður að spila með Xavi
Lionel Messi og Ivan Rakitic
Lionel Messi og Ivan Rakitic
Mynd: Getty Images
Ivan Rakitic, leikmaður Barcelona á Spáni, segir að það sé heiður að spila við hlið Xavi hjá félaginu.

Rakitic gekk til liðs við Barcelona í sumar frá Sevilla en þessi magnaði miðjumaður hafði leikið glimrandi vel með Sevilla og króatíska landsliðinu áður en hann samdi við Barcelona.

Hann hefur verið frábær í liði Barcelona en hann fyllti skarð Cesc Fabregas sem samdi við Chelsea.

,,Xavi er fyrirliðinn hérna. Ég veit að ég á eftir að læra ýmislegt því ég veit að maður lærir fáránlega mikið hjá þessu félagi. Það eru leikmenn hérna sem hafa unnið gríðarlegt magn af bikurum," sagði Xavi.

,,Það er ekki bara það að Xavi hefur unnið allt sem hægt er að vinna heldur bara hvernig hann spilar og hvernig hann ber sig og leiðir liðið áfram. Núna fæ ég tækifærið til að vera í sama búningsklefa með svona mikilvægum mönnum."

,,Þó svo þeir hafi unnið allt sem hægt er að vinna þá eru þeir enn hungraðir og vilja meira svo það eru forréttindi að spila með svona leikmönnum,"
sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner