Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 25. desember 2014 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Rodgers útilokar ekki möguleikann á að fá Torres
Það eru margir stuðningsmenn Liverpool sem væru til í að fá Fernando Torres aftur á Anfield
Það eru margir stuðningsmenn Liverpool sem væru til í að fá Fernando Torres aftur á Anfield
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool á Englandi, vildi ekki útiloka möguleikann á að fá Fernando Torres aftur til félagsins er hann mætti á blaðamannafund í gær.

Torres kom til Liverpool frá Atletico Madrid sumarið 2007 og komst hann í guðatölu hjá stuðningsmönnum með því að raða inn mörkum en í janúar árið 2011 samdi hann við Chelsea er hann var keyptur fyrir 50 milljónir punda.

Ekkert gekk hjá Chelsea og var hann lánaður í sumar til AC Milan en svo virðist sem hann sé ekki að finna sig þar og er hann líklega á leið frá félaginu þrátt fyrir að hafa gert tveggja ára lánssamning.

Torres hefur undanfarna daga verið orðaður við Liverpool en Brendan Rodgers, stjóri félagsins, vildi ekki útiloka möguleikann á að fá hann aftur til félagsins.

Einn virtasti blaðamaður Ítalíu, Gianluca Di Marzio, greindi frá því í gær að Torres væri á leið til Atletico Madrid en hver veit hvað gerist í framtíðinni. Hægt er að sjá blaðamannafund Rodgers frá því í gær hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner