Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 25. desember 2014 19:30
Alexander Freyr Tamimi
Telur að Chelsea muni vinna titilinn með naumindum
Chelsea er í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Chelsea er í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Tommy Docherty, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea, telur að liðið muni vinna enska meistaratitilinn með naumindum.

Docherty stýrði Chelsea á árunum 1961 til 1967 og er hann sannfærður um að titilbaráttan verði einungis á milli tveggja liða, sinna manna og Manchester City.

,,Þetta verður Chelsea eða Manchester City. Ég held að Chelsea taki þetta," sagði Docherty, sem er 86 ára gamall og stýrði einnig Manchester United í fimm ár.

,,Það kæmi mér gríðarlega á óvart ef meistararnir verða ekki Chelsea eða City. Þetta er tveggja liða kapphlaup. Það mun muna ótrúlega litlu. Chelsea mun alls ekki stinga af, en það kæmi mér ekki á óvart ef þeir tækju þetta."

Athugasemdir
banner