Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 25. desember 2014 13:00
Alexander Freyr Tamimi
Virðist líklegra að Torres snúi aftur til Atletico Madrid
Torres er á leið aftur til Atletico.
Torres er á leið aftur til Atletico.
Mynd: Getty Images
Fernando Torres, framherji Chelsea, er á leið aftur til uppeldisfélagsins Atletico Madrid samkvæmt heimildum Sky.

Spænski landsliðsmaðurinn gekk til liðs við AC Milan á tveggja ára lánssamningi frá Chelsea en hefur einungis skorað einu sinni fyrir ítalska félagið.

Milan vill nú losa sig við leikmanninn og samkvæmt spænska knattspyrnusérfræðingnum Guillem Balague hjá Sky Sports er Torres á leið aftur heim til Atletico.

,,Okkur skilst að Chelsea, Atletico Madrid og AC Milan hafi komist að samkomulagi um að Fernando Torres fari aftur til Atletico," sagði Balague.

,,Þetta var allt rætt og samþykkt í gær og þetta virðist vera staðfest. Við höfum ekki heyrt nein smáatriði ennþá en Diego Simeone (þjálfari Atletico) bað fyrir þremur vikum um að fá Torres."

Athugasemdir
banner
banner
banner