mán 26. janúar 2015 20:10
Ívan Guðjón Baldursson
Afríkumótið: Heimamenn í 8-liða úrslit
Mynd: Getty Images
Heimamenn í Miðbaugs-Gíneu komust í 8-liða úrslit Afríkumótsins eftir sigur á Gabon í gær.

Vestur-Kongó fer uppúr A-riðli með heimamönnum eftir sigur á Búrkína Fasó og er í toppsætinu með 7 stig á meðan heimamenn eru með 5 stig.

Í B-riðli lauk öllum leikjum nema einum með jafntefli og endaði Túnis í toppsætinu með 5 stig. Austur-Kongó og Grænhöfðaeyjar enduðu með 3 stig en Kongómenn eru með fleiri mörk skoruð og komast því áfram.

A-riðill:
Vestur-Kongó 2 - 1 Búrkína Fasó

1-0 T. Bifouma ('51)
1-1 A. Bance ('86)
2-1 F. Nguessi ('87)

Gabon 0 - 2 Miðbaugs-Gínea
0-1 J. Balboa ('55, víti)
0-2 I. Salvador ('86)

B-riðill:
Austur-Kongó 1 - 1 Túnis

0-1 A. Akaichi ('31)
1-1 J. Bokila ('66)

Grænhöfðaeyjar 0 - 0 Sambía

Lið komin í 8-liða úrslit:
Vestur-Kongó
Miðbaugs-Gínea
Túnis
Austur-Kongó
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner